Leitað að ljósmyndum í kynningarrit um þjónustu og afþreyingu í Fjallabyggð

Fjallabyggð óskar eftir að kaupa ljósmyndir

af náttúru Siglufjarðar, Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar sem og áhugaverðum stöðum og atburðum í Fjallabyggð svo sem íþróttamannvirkjum, tjaldsvæðum, fyrirtækjum, kirkjum, höfnum, hátíðum og viðburðum. 

Upplýsingar veitir  Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi, sími 464 9200 / 464 9100, netfang karitas@fjallabyggd.is