Leiksskólagjöld þau sömu og í fyrra.

Samkvæmt fundargerð fræðslunefndar frá 2. september, telur nefndin ekki tilefni til hækkunar leiksskóagjalda í ár. Leikskólagjöld voru heldur ekki hækkuð í fyrra.

Nefndarmenn töldu heldur ekki tímabært að hækka tónlistarskóla gjöldin. Ef hins vegar ákveðið verði að hækka tónlistarskólagjöldin telur nefndin að eðlilegt sé að sama % hlutfall gangi yfir allar stofnanir í sveitarfélaginu eins og t.d. leikskólann.

Sjá má fundargerð fræðslunefndar hér.