Leikskálar fá hjartastuðtæki að gjöf frá Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði

Mynd af facebooksíðu Slysavarnadeildarinnar Vörn á Siglufirði
Mynd af facebooksíðu Slysavarnadeildarinnar Vörn á Siglufirði

Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði færði Leikskálum á Siglufirði  hjartastuðtæki. Það voru starfsmenn og stjórnendur skólans sem tóku á móti þessari rausnarlegu gjöf.

Fjallabyggð þakkar slysavarnadeildinni kærlega fyrir.