Lausaganga hunda bönnuð

Mynd: af veraldarvefnum
Mynd: af veraldarvefnum

Af gefnu tilefni er rétt að taka það fram að lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð. Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald segir í 8. grein um almennt skilyrði fyrir hundahaldi;
Leyfishafi skal gæta þess vel, að hundur hans raski ekki ró manna og valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði. Eftirlitsaðili getur krafist þess að eigandi hunds sæki hlýðninámskeið með hund sinn ef ástæða þykir til.
Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í ól og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum. Þó er heimilt að sleppa hundi lausum á opnum svæðum utan þéttbýlis, enda sé hann undir eftirliti gæslumanns og það tryggt að hundurinn valdi ekki ónæði eða truflun á umferð um viðkomandi svæði.

Borið hefur á því að hundum sé sleppt á skíðasvæðum í Fjallabyggð og er hundaeigendum bent á að slíkt getur valdið skíðaiðkendum hættu og óþægindum svo ekki sé minnst á hugsanlegan óþrifnað. Eru hundaeigendur hvattir til að sýna tillitsemi í þessu sambandi.