Trilludagur - Verður þú með viðburð helgina 28. - 30. júlí ?

Trilludagur á Siglufirði  - Öðruvísi fjölskylduhátíð

Laugardaginn 29. júlí 2023 verður Trilludagur - öðruvísi fjölskyldudagur haldinn á Siglufirði.
Á Trilludegi er gestum boðið í siglingu út á fjörðinn fagra þar sem rennt er eftir fiski. Á bryggjunni standa vaskir Kiwanismenn vaktina við að flaka ferskan fiskinn og grilla fyrir gesti.
Tónlistin mun óma á bryggjunni, hoppukastalar verða fyrir börnin og skemmtun allan daginn. Skipulagðir viðburðir og dagskrá Trilludaga á bryggjusvæði er í boði Fjallabyggðar.

Langar þig að gera daginn skemmtilegan með okkur?

Fjallabyggð kallar eftir upplýsingum um viðburði í Fjallabyggð helgina 28.-30. júlí. Hátíðin árið 2022 laðaði til sín 2500-3000 manns og reiknum við sambærilegri hátíð í ár.

Við hvetjum  ykkur til að koma upplýsingum um viðburði til  markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is.  Einnig er hægt að senda inn viðburð beint á vefsíðu Fjallabyggðar hér: Senda inn viðburð 

Dagskrá helgarinnar verður vel kynnt.