Landsliðsstúlkur í knattspyrnu fá styrk.

Samþykkt hefur verið í bæjarráði að veita þremur stúlkum úr KS sem spilað hafa fyrir Íslands hönd styrk vegna þátttöku þeirra í yngri landsliðum. Um er að ræða þrjár stúlkur, Söndru Sigurðardóttir, Ásdísi J. Sigurjónsdóttir og Tinnu M. Antonsdóttir, en allar hafa þær spilað knattspyrnu fyrir Íslands hönd á árinu. Styrkurinn nemur kr. 20.000,- á hverja stúlku.