Landsliðsmaður í Golfi

Í fyrsta skiptið í sögunni hefur kylfingur úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar verið valinn í landslið fyrir Íslands hönd sem keppir á Norðurlandamótinu í Danmörku í byrjun ágúst. Það er að sjálfssögðu Sigurbjörn Þorgeirsson sem um ræðir. Sigurbjörn spilar með landsliði 35 ára og eldri en það er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið í þeim flokki.Frétt fengin af kylfingur.is http://kylfingur.vf.is/Frettir/?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%202%20News&Groups=26&ID=6579&Index=3