Lágheiðin opnar kl. 16:30 í dag (fimmtudag)

Eins og flestir hafa tekið eftir hefur verið blíðskaparveður og snjór horfið hratt af Lágheiðinni. Auðvitað er það þó aldrei svo að snjóinn taki alveg upp af veginum án notkunar moksturstækja. Í gær og í dag hefur verið unnið að opnun heiðarinnar og ætlunin er að hún opni kl 16:30 í dag.