Lágheiðin loksins mokuð

Af vef vegagerðarinnar.
Af vef vegagerðarinnar.
Samkvæmt upplýsingum af vef vegagerðarinnar er verið að moka Lágheiðina. Það er því von til að fært verði milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar um páskana. Samkvæmt heimildum okkar er áætlað að mokstri ljúki síðdegis í dag, þriðjudag. Þeim sem huga á ferðir um Lágheiðina er bent á að fylgjast með framvindunni á vef Vegagerðarinnar.