Lágheiði opnuð á kostnað hagsmunaaðila

færð samkv. vef vegagerdarinnar 29.01.09
færð samkv. vef vegagerdarinnar 29.01.09
Fjallabyggð hefur í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu látið moka Lágheiðina. Lágheiðin er því opin og munu starfsmenn sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaðilar því stytta akstur sinn á milli byggðalaga til muna.

Þess má geta að vegalengd milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar yfir Lágheiði er 62 km. Að öðrum kosti þarf að fara öxnadalinn og eru það 232 km og munar því 170 km.

Á vef vegagerdarinnar er hægt að fylgjast með færð á vegum landsins, og þar á meðal er lágheiðin, sjá http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/nordurland/nordurl1.html