Lætur af störfum eftir 35 ár í starfi.

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstóri ásamt Guðna M. Sölvasyni.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstóri ásamt Guðna M. Sölvasyni.
Síðast liðin föstudag var síðasti dagur í vinnu hjá Guðna M. Sölvasyni verkstjóra þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.  
Guðni hóf störf hjá bæjarfélaginu í maí 1978, (varð síðar bæjarverkstjóri, síðast verkstjóri þjónustumiðstöðvar) og vann því í yfir 35 ár hjá Siglufjarðarkaupstað og síðar Fjallabyggð. Af þessu tilefni var haldið kveðjuhóf honum til heiðurs þar sem bæjarstjóri, samstarfsmenn og helstu viðskiptavinir þjónustumiðstöðvarinnar voru mættir. Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, f.h. bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og þakkaði Guðna fyrir vel unninn störf í þágu Fjallabyggðar.