Lækkun hámarkshraða í Ólafsfirði

Hámarkshraði í Ólafsfirði er nú 35 km. á klst. Í október sl. lagði Skipulags- og umhverfisnefnd til að hámarkshraði ökutækja innan bæjarfélaganna yrði samræmdur og hraðinn í Ólafsfirði lækkaður í 35 km. á klst. í samræmi við hraðann á Siglufirði. Á fundi sínum þann 9. desember samþykkt bæjarstjórn þessa tilskipan. Nú hefur þessi breyting verið auglýst í Lögbirtingablaðinu og skiltin verið sett upp.
Það er því vissara fyrir ökumenn innan Ólafsfjarðar að draga úr hraðanum vilji þeir ekki gerast brotlegir við lög.