Lækkun á álagningu vegna fasteignaskatts í Fjallabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 24. janúar sl var tekin ákvörðun um að lækka álögur á bæjarbúa Fjallabyggðar vegna fasteignaskatts um tæplega 6 milljónir króna. Ákveðið var að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,475% í 0,400%. Auk þess var ákveðið hækka afslátt fyrir aldraða og öryrkja um 5% og hækka tekjuviðmiðun um 3,3%.