Kynningartímar í spinnig og í líkamsræktarsalinn
Í tengslum við heilsueflandi Fjallabyggð verður boðið uppá fría kynningu á spinning í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði í dag þann 19. febrúar kl. 17:00-18:00 og í Ólafsfirði á morgun 20. febrúar milli 17:00-18:00.
Tímarnir eru ætlaðir þeim sem ekki hafa þegar prófað spinning.
Einnig verður boðið upp á fría tíma, leiðsögn og kennslu á tækin í líkamsræktarsölum Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar samkvæmt meðfylgjandi tímaröðun og leiðbeinendum.
Frítt verður í líkamsræktirnar þá daga sem boðið er upp á leiðsögn og kennslu á tækin eða:
Ólafsfjörður: 22., 23. og 24. febrúar
Siglufjörður: 22., 23. og 25. febrúar

Stundatafla til útprentunar(pdf)
