Kynningarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði

Unnið er að undirbúningi á framkvæmdum vegna upptakastoðvirkja "í hlíðinni ofan við byggðina á Siglufirði".Hluti af þeim undirbúningi er lagning vegslóða að framkvæmdasvæðinu.

Kynningarfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 21. júní n.k , kl. 20:00 á annarri hæð í ráðhúsi bæjarfélagsins.


Þar verða kynntar þær framkvæmdir sem fyrirhugað er að ráðast í til undirbúnings framkvæmdum við upptakastoðvirkin.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar