Kynningarfundir vegna sameiningar fræðslustofnanna í Fjallabyggð

Þessa dagana standa yfir kynningar á tillögum fræðslunefndar Fjallabyggðar um sameiningu fræðslustofnanna í sveitarfélaginu áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar af bæjarstjórn. Kynningarnar eru fyrir starfsmenn, nemendur, foreldra og aðra íbúa Fjallabyggðar. Undirrituð hafa unnið með fræðslunefnd að málinu og sjá um kynningarnar fyrir nefndina. Fræðslumálin eru meðal stærstu útgjaldaliða sveitarfélagsins og því ættu allir íbúar að  láta þetta mál sig varða.

Opnir fundir fyrir foreldra og aðra íbúa þar sem þeim gefst kostur á að koma með fyrirspurnir og ábendingar verða sem hér segir:

Ólafsfjörður:
11. janúar kl. 20.00 í Tjarnarborg


Siglufjörður
13. janúar kl. 20.00 í Ráðhúsinu 2. hæð


Hægt er að nálgast skýrslu og tillögur fræðslunefndar hér á heimasíðu Fjallabyggðar.

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff fræðslu- og menningarfulltrúi
Jón Hrói Finnsson þróunarstjóri