Kynningarfundir vegna sameiningarmála

Fyrirhugaðir eru tveir kynningarfundir á Siglufirði vegna sameiningarkosninga í Eyjafirði þann 8. október nk.Fyrri fundurinn verður á vegum Samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði og verður hann þann 19. september nk. á Kaffi Torgi. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur. Síðari fundurinn er opinn borgarafundur um sameiningarmál og verður hann haldinn fimmtudaginn 29. september nk. Bæjarráð Siglufjarðar boðar til fundarins og verður hann auglýstur nánar þegar nær dregur.