Kynningarfundir á vegum Rannís á Norðurlandi

Vakin er athygli á áhugaverðum kynningarfundum á vegum Rannís um styrkjamöguleika Evrópuáætlana og Norðurslóðasamstarfs (NPA/NORA)

Evrópuáætlanir:

  • Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins og þróunarstyrkir EFTA
  • Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins
  • Nordplus, norræn menntaáætlun

Að auki mun fulltrúi Byggðastofnunar kynna stuttlega styrkjamöguleika Norðurslóðaáætlunar (NPA) og Norræna Atlantssamstarfsins (NORA) og svara spurningum.

Fyrri fundurinn verður haldinn á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst í Ráðhúsinu kl. 10-11:30 og seinni fundurinn verður á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst í Verksmiðjunni, Glerárgötu 34, kl. 15-16:30.

Á fundunum verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku í gegnum meðfylgjandi slóð.

http://mailchi.mp/3d0ceeabb630/styrkjamguleikar-evropu-kynningar