Kynning deiliskipulags á vinnslustigi

Afmörkun deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðisKynning deiliskipulags á vinnslustigi

Vinna er hafin við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Deiliskipulagið er unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu og mun hún kynna frumdrög og hugmyndafræði deiliskipulagsins fimmtudaginn 28. september nk. í Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 17:00.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér fyrirhugað deiliskipulag.

Skipulagsfulltrúi

 

 

 

Mynd: Afmörkun deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis