Kynning á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024

Kynningarfundir verða haldnir 9. og 10. janúar 2013.

Í 21. gr. skipulagslaga nr.123/2010 er fjallað um svæðisskipulag en “svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg stefna þeirra um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem þörf er talin á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna hlutaðeigandi sveitarfélaga”. Enn fremur segir svo í 2. mgr. sömu greinar: “Svæðisskipulag skal taka til svæðis sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til heilla landshluta eða annarra stærri heilda”.

Nú liggur fyrir tillaga svæðisskipulagsnefndar að svæðisskipulagi fyrir Eyjafjarðarsvæðið sem tekur til sveitarfélaganna sjö við Eyjafjörð þ. e. Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar Hörgársveitar Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps.

Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laganna skal nefndin kynna tillöguna “fyrir almenningi á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt” áður en hún er tekin til formlegrar afgreiðslu í nefndinni. Með vísan til þess er boðað til almennra kynningarfunda sem hér segir:

Miðvikudaginn 9. jan 2013 kl. 20.00 á Akureyri fyrir íbúa Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Akureyrarbæjar og Hörgársveitar.

Fundarstaður: Hótel KEA

Fimmtudaginn 10. jan. 2013 kl. 20.00 á Ólafsfirði fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Fundarstaður: Tjarnarborg.

Að lokinni kynningu skal nefndin fjalla um og leggja fyrir viðkomandi sveitarstjórnir endanlega svæðisskipulagstillögu. Því næst fær Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar. Hafi stofnunin ekki gert athugasemdir við hana innan fjögurra vikna frá því að hún barst henni skal auglýsa hana. Þá gefst öllum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta tækifæri til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan sex vikna frests.

 

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.