Kvennahlaup ÍSÍ 4. júní

SJÓVÁ Kvennahlaup ÍSÍ fer fram nk. laugardag, þann 4. júní.
Á Siglufirði verður hlaupið frá Rauðkutorgi kl. 11:00 og sala bola hefst um kl. 10:30. Tvær vegalengdir eru í boði, 2,5 og 5 km.

Í Ólafsfirði verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kr. 13:00. Hægt verður að velja um fjórar vegalengdir; 3km, 5km, 7km og 10km

Verð á bolum er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Eru konur hvattar til að fjölmenna í hlaupið og eiga saman góða stund.
Veðurspáin er frábær og er hressing í boði þegar komið er í mark.