Kvenna- og karlaklefa víxlað í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði 21. og 24. október

Fjallabyggð barst sú frábæra ábending að víxla karla- og kvennaklefum í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði svo ekki þurfi að loka kvennaklefum vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar eru föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október.

Kvennaklefinn verður sem sagt, þessa tvo daga, færður í karlaklefann og öfugt og allir komast glaðir í sund. 

Fjallabyggð þakkar góða ábendingu um lausn.