Kveikt á jólatrjám í Fjallabyggð

Siglufjörður
Kveikt verður á jólatrénu á torginu laugardaginn 29. nóv. kl. 18.00. Jólabíll Lions, jólasveinar, kakó, piparkökur og söngur. Ávarp flytur Jónína Magnúsdóttir formaður bæjarráðs. 

Ólafsfjörður
Jólaljósin tendruð á jólatrénu við Tjarnarborg sunnudaginn 30. nóv. kl. 17.30. Jólasveinar, kakó, piparkökur og söngur. Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri flytur ávarp. 

Sjáumst öll í jólaskapi og eigum góða stund saman 

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff
Fræðslu- og menningarfulltrúi