Kveikt á jólatrénu í Ólafsfirði

Dansinn stiginn við jólatréð á laugardag.
Dansinn stiginn við jólatréð á laugardag.
Síðastliðinn laugardag kl. 17 var kveikt á jólatrénu í Ólafsfirði. Ætlunin var að kveikja á jólatrénu á Siglufirði á sama tíma, en því var frestað um viku vegna slæmrar veðurspár. Venju samkvæmt var boðið upp á kakó og piparkökur með liðsinni Skíðafélags Ólafsfjarðar. Tveir jólasveinar stálust einnig til byggða þrátt fyrir að þeirra tími sé í raun ekki kominn.