Kveikt á jólatrjám um helgina

Nú þegar aðventuhátíðin er að ganga í garð verður kveikt á jólatrjám í Fjallabyggð um komandi helgi. Í Ólafsfirði verður kveikt á jólatrénu við Menningarhúsið Tjarnarborg á morgun, laugardaginn 29. nóvember kl. 16:00.
Jólamarkaður verður í og við Tjarnarborg frá kl. 13:00 til 16:30. Jólasöngur við tjörnina og jólagleði í jólahúsunum
Kvenfélagið Æskan verður með vöfflukaffi í Tjarnarborg og Skíðafélag Ólafsfjarðar verður með kakó og piparkökur.

Á Siglufirði verður kveikt á jólatrénu á Ráðhústorginu kl. 16:00 á sunnudaginn, 30. nóvember.  Sama dag verður jólamarkaður í Bláa húsinu á Rauðkutorgi.