KS/Leiftur með 4 leikmenn í liði ársins

Í gær tilkynnti heimasíðan http://www.fotbolti.net/ lið ársins 2007 í 2.deild karla í knattspyrnu. Foltbolti.net hefur undanfarin ár staðið fyrir þessari tilnefningu og eru það þjálfarar og fyrirliðar liða í deildinni sem velja liðið. En að sjálfsögðu er ekki heimilt að velja leikmenn úr sínu félagi. KS/Leiftur á 4 leikmenn í liði ársins, Þorvald Þorsteinsson, Dusan Ivkovic, Sandor Foritz og Ragnar Hauksson. Einnig var Ragnar Hauksson valinn þjálfari ársins.

Ferenc Beres er svo á varamannabekknum og Heiðar Gunnólfsson og Agnar Sveinsson fengu líka tilnefningar.  

Nánar hér:

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=53695