Krakkar frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar keppa í Svíþjóð

Á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar er sagt frá 6 keppendum félagsins sem eru að keppa um helgina í Tarnaby í Svíþjóð. Þar segir jafnframt frá því að hægt sé að fylgjast nánast með í beinni útsendingu. Vefmyndavél á svæðinu er það vel staðsett og í góðum gæðum að hægt er að sjá brautina sem keppt er í. Nánar á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.