Komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar

Iceland Sky í Siglufjarðarhöfn
Iceland Sky í Siglufjarðarhöfn
Í fyrra var sett í gang vinna á vegum Hafnarstjórnar Fjallabyggðar sem miðaði að því að fá fleiri skemmtiferðarskip til að stoppa í Siglufjarðarhöfn yfir sumartímann. 
Anita Elefsen var fengin til að halda utan um verkefnið og markaðssetja Siglufjarðarhöfn og Fjallabyggð sem vænlegan viðkomustað fyrir skipin og farþega þeirra. Þessi vinna hefur strax skilað árangri og mun komum skemmtiferðaskipa fjölga strax í sumar frá því sem var í fyrra og nú þegar er búið að bóka fleiri komur sumarið 2015 heldur en í ár.

Í gær kom skemmtiferðaskipið Island Sky til Siglufjarðar með um 150 farþega. 
Rúmlega 08:00 fór Anita um borð í skipið og hélt smá kynningu um Síldarminjasafnið og sögu síldarævintýrisins hér á árum áður. Að lokinni kynningu var gengið af stað í átt að Síldarminjasafninu þar sem ferðamennirnir fengu að sjá síldarsöltun ásamt því sem sýningarhúsin voru skoðuð. Að því loknu var farið í bæjargöngu með viðkomu í Þjóðlagasetrinu fyrir þá sem það vildu. Að öðru leyti var frjáls tími fyrir farþega til að skoða sig um. Skipið lagði svo úr höfn um kl. 12:00. Iceland Sky er væntanlegt aftur til Siglufjarðar 20. júní og 29. júní með um 150 farþega í hvorri ferð.

Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer er svo væntanlegt 16. og 24. júlí með um 150 farþega í hvorri ferð.


Anita með kynningu fyrir farþega skemmtiferðaskipsins Iceland Sky


Farþegar skemmtiferðaskipsins sem hlýddu á kynningu Anitu.


Fylgst með síldarsöltun.

Kolbrún Gunnarsdóttir var mætt á svæðið og seldi farþegum handverksvörur.