Kofabyggð risin á Siglufirði

Fjallabyggð bauð börnum í bænum upp á smíðavelli undir leiðsögn vinnuskóla Fjallabyggðar frá 15. júlí – 1. ágúst á Siglufirði og í Ólafsfirði. Því miður varð engin þátttaka í Ólafsfirði. Smíðavöllurinn á Siglufirði var opinn þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10:00-12:00 nema síðustu vikuna þá var völlurinn opinn í fjóra daga frá mánudegi - fimmtudags. Í dag síðasta daginn var efnt til grillveislu.

Myndarleg byggð hefur risið á Siglufirði og nutu krakkarnir sín vel við verkið. Skemmtilegt þema skapaðist en byggðin samanstóð af kirkju, bakaríi, kaffihúsi o.fl. Gekk krökkunum verkefnið vel eins og sjá má á myndunum hér.