Kertamessa fimmtudag og útimessa á sunnudag

Siglufjarðarkirkja stendur fyrir atriðum á Síldarævintýrinu.
Fimmtudaginn 28. júlí verður Kertamessa kl. 20:00. Prestur sr. Sigurður Ægisson. Tónlistarflutningar í höndum Þorvaldar Halldórssonar.
Sunnudaginn 31. júlí verður útimessa í Skarðdalsskógi, nánar tiltekið í gróinni tóft við Skógarhúsið. (ekki í Brúðkaupslundi eins og stendur í prentaðri dagskrá). Prestur sr. Sigurður Ægisson. Hugvekju flytur Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat. Sturlaugur Kristjánsson sér um tónlistarflutning.