KEA úthlutar úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Gyða Þóra, Helga og Ásta
Gyða Þóra, Helga og Ásta

Í gær, fimmtudaginn, 26. nóvember, var úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA við hátíðalega athöfn í Menningarhúsinu Hofi.

Samtals var úthlutað 35 styrkjum að upphæð 6.51 milljónum króna í fjórum flokkum;
1) til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að menningarmálum
2) til þátttökuverkefna á sviði menningarmála
3) til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta
4) styrkir til íþróttamála

Þrír styrkir voru veittir til einstaklinga/verkefna í Fjallabyggð.

Í flokki 2 fékk Menningarhúsið Tjarnarborg 200.000 kr. styrk vegna fimm menningarviðburða í húsinu á tímabilinu janúar - maí 2016

Í flokki 3 fékk Jónína Kristjánsdóttir, skíðagöngukonu 150.000 styrk. Jónína æfir íþrótt sína í Svíþjóð og stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fer í Rúmeníu í febrúar. Auk þess mun hún taka þátt í tveimur alþjóðlegum mótum auk héraðsmóta. Jónína varð fjórfaldur íslandsmeistari í flokki stúlkna 18 - 20 ára á Skíðamóti Íslands 2015.

Í flokki 4 fékk Skíðafélag Ólafsfjarðar 200.000 kr. styrk til að endurvekja skíðastökk fyrir ungt fólk í Ólafsfirði.

Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar tók við styrknum f.h. Menningarhússins. Helga Stefánsdóttir móðir Jónínu tók við styrknum f.h. dóttur sinnar og Gyða Þóra Merenda Stefánsdóttir tók við styrknum f.h. Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Nánar má lesa um úthlutun á heimasíðu KEA