KEA styrkir íþróttastarf í Fjallabyggð

Fimmtudaginn 27. nóvember fór fram árleg úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA.  Þetta er í 81. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 138 umsóknir. 
Veittir voru 34 styrkir, samtals að fjárhæð 6,25 milljón króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittir tólf styrkir, 1,8 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,4 milljón króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals 1,4 milljónir króna.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar var eitt félaga sem hlaut iþróttastyrk en félagið hlaut 200.000 kr. til að kaupa búnað fyrir barna- og unglingastarf félagsins.  Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg fékk þátttökustyrk eða 200.000 kr. til áhaldakaupa til að fjölga iðkendum í yngstu aldurshópum.

Nánari upplýsingar um úthlutun úr sjóðnum má finna á heimasíðu KEA