Kattahreinsun

Kattahreinsun!
Dýralæknir verður í  Fjallabyggð sem hér segir:
Námuvegi 11 (Olís portið) Ólafsfirði 19. nóvember 2015 kl: 13:00 - 15:00
Áhaldahúsinu Siglufirði 19. nóvember 2015 kl: 16:00 - 18:00
Áríðandi að allir kettir séu hreinsaðir!
Vakin er athygli á því að skilyrði fyrir hreinsun er að búið sé að borga kattaleyfisgjald. Framvísa þarf endurnýjun tryggingarskírteinis.

Þeir sem ekki gera grein fyrir köttum sínum, með því að mæta í hreinsun, eða framvísa vottorði
að köttur þeirra sé hreinsaður, mega gera ráð fyrir að verða sviptir leyfi til kattahalds.

Eigendur óskráðra katta eru hvattir til að skrá þá sem fyrst ella munu þeir eiga von á frekari aðgerðum.

Dýraeftirlit Fjallabyggðar