Karlakórinn Heimir með tónleika á laugardag

Karlakórinn Heimir mun heimsækja Tröllaskagann næstkomandi laugardag, 18. apríl, og koma við bæði á Dalvík og á Siglufirði. Á Dalvík verður kórinn kl. 14:00, í menningarhúsinu Bergi og í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30.
Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá, einsöngvarar úr röðum kórmanna verða gamalkunnir jaxlar, þeir Ari Jóhann Sigurðsson og Einar Halldórsson. Einnig verður með í för hinn ungi og efnilegi Sigvaldi Gunnarsson, hann tekur m.a. lög sem Elvis Presley söng á sínum tíma.
Það er því ljóst að áheyrendur á Dalvík og Siglufirði eiga von á skemmtilegum tónleikum. Verð á tónleikana er 3.500 kr.

Karlakórinn Heimir - auglýsing