Karlakórinn Ernir í Tjarnarborg

Tónleikar karlakórsins Ernis í Tjarnarborg
Vortónleikar karlakórsins Ernis, sem kemur frá norðanverðum Vestfjörðum, verða í Tjarnarborg, Ólafsfirði, laugardaginn 4. maí kl. 17.00. Efnisskráin er öll eftir vestfirsk tónskáld, s.s. Jón Ásgeirsson - Jón Jónsson frá Hvanná - Jónas Tómasson - Sigurð Þórðarson - Sigvalda Kaldalóns - Vilberg Vilbergsson og Magnús K. Hávarðsson.
Aðgangseyrir er kr. 2500.- og er posi á staðnum.