Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika á Siglufirði

Karlakór Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur  heldur tónleika á Siglufirði 1. maí nk. Á komandi sumri eru rétt 80 ár síðan kórinn hélt fyrst tónleika á Siglufirði en alls hefur kórinn heimsótt Siglfirðinga þrisvar áður.

Einsöngvarar á væntanlegum tónleikum koma allir úr röðum kórmanna, jafnt tenórar sem bassar.

Í röðum söngmanna eru  nokkrir sem  eiga ættir að rekja til Siglufjarðar

Á efnisskránni verða fyrst og fremst þekkt  íslensk lög  m.a. eftir Bjarna Þorsteinsson.

Yfirskrift tónleikana er "Vorgyðjan kemur".

Anna Guðný Guðmundsdóttir verður  við píanóið en stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson.

Tónleikarnir hefjast kl 17.00 þann 1. maí nk.

Miðaverð er kr.1000- .

Tónleikarnir  verða í kirkjunni.