Kæru Siglfirðingar

Á Sjómannadaginn 1. júní n.k. viljum við bjóða ykkur í heimsókn til Ólafsfjarðar.  Glæsileg skemmtidagskrá verður í boði Sjómannafélags Ólafsfjarðar. Dagskráin er nánar auglýst  í Tunnunni Boðið verður uppá ókeypis sætaferðir fram og til baka.  Ferðafélagið Trölli Ólafsfirði býður uppá skemmtilega skoðunarferð um Ólafsfjörð fyrir farþega. Farið verður frá Torginu Siglufirði kl. 11:30 og til baka frá Ólafsfirði milli 17:00 - 18:00.