Jólatrésathöfn frestað á Siglufirði

Vegna slæmrar veðurspár verður ekki kveikt á jólatrénu á Siglufirði sunnudaginn 2. desember, eins og fyrirhugað var. Þess í stað verður kveikt á jólatrénu laugardaginn 8. desember kl. 17.00.