Jarðhitarannsóknir á Siglufirði

Rarik fyrirhugar að hefja að nýju jarðhitarannsóknir í Siglufirði með það að markmiði að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Rarik. Í erindi til bæjarráðs sl. fimmtudag óskaði Rarik eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun allt að 10 rannsóknarholna og vinnsluholu í Skarðsdal, Siglufirði. Auk þess að óskaði Rarik eftir því að Fjallabyggð tilnefndi samráðsaðila varðandi hugsanlega staðsetningu mannvirkja, umgengni lands og aðra þætti eftir þörfum.Fyrir lá jákvæð umsögn nefndarmanna skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð fagnaði erindinu og samþykkti framkvæmdarleyfið. Skipulags- og byggingarfulltrúi var tilnefndur samráðsaðila sveitarfélagins.