Jákvæð rekstrarniðurstaða um 220 mkr.

Vetrarmynd frá Ólafsfirði
Vetrarmynd frá Ólafsfirði

Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 30. mars 2016.

Niðurstaða rekstrar Fjallabyggðar fyrir árið 2015 var jákvæð um 220 mkr.

Rekstrartekjur A og B hluta námu 2.279 mkr, en voru 1.985 mkr. árið 2014.

Heildarrekstrarkostnaður nam 2.059 mkr., en var 1.818 mkr. árið 2014.

Veltufé frá rekstri var 404 mkr. eða tæp 17,7%, miðað við 358 mkr. árið 2014.

Skuldaviðmið er 56,3%, en var 64,9% árið 2014, en viðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum er 150%.

Eiginfjárhlutfall er 57,7% og langtímaskuldir í hlutfalli við veltufé frá rekstri, mælt í árum er 1,49.

Framlegðarhlutfall árið 2015 var 16%, sem er ívið hærri en fyrir árið 2014.
Framlegð er reglulegar tekjur að frádregnum rekstrargjöldum án afskrifta, fjármunatekna og fjármagnsgjalda.

Vaxtaberandi skuldir voru í árslok 2015, 536 mkr., en voru 631 mkr. í lok árs 2014.

Framkvæmdir í bæjarfélaginu námu alls 275 mkr. og ber þar hæst, gatna- og fráveituframkvæmdir að upphæð 181 mkr. og hafnarframkvæmdir 50 mkr.


Niðurstaða ársreiknings sýnir að fjárhagur og rekstur sveitarfélagsins stendur traustum fótum. Stefnt er að því að lækka vaxtaberandi skuldir enn frekar á árinu 2016.


Bæjarstjóri
Gunnar I. Birgisson

Fréttatilkynning á pdf.