Jólin koma í Fjallabyggð

Fjallabyggð og RARIK hf munu veita viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús og fyrirtæki á Siglufirði og Ólafsfirði um jólin. Óskað er eftir ábendingum þar um og er hægt að senda þær á arnar@siglo.is fyrir jól.Við hvetjum alla íbúa og sumarhúsaeigendur í bæjarfélaginu að lífga upp á skammdegið með skemmtilegum ljósaskreytingum. Kveikt verður á jólatrénu á Siglufirði laugardaginn 2.desember kl.17.30 á Ráðhústorginu.Boðið verður upp á létt skemmtiatriði.Kveikt verður á jólatrénu á Ólafsfirði sunnudaginn 3. desember kl.17.00 við Tjarnarborg. Boðið verður upp á kakó og piparkökur að athöfn lokinni.Jólasveinarnir mæta.