Jólaspjall frá Leikskálum.

Nú nálgast jólin og allt sem þeim fylgir. Meðal þeirra spurninga sem vakna er hvenær á að setja skóinn út í glugga. Hér á Leikskálum höfum við sannfrétt að Sveinki, sá hinn fyrsti, komi aðfaranótt 12. desember og því fari skórinn út í glugga að kvöldi 11. desember. Við höfum ákveðið að leggja litla rækt við skipulagt jólaföndur. Það verður bara gert ef löngun og tími gefst til. Það að lenda í kapphlaupi við dagatalið um að klára jólaföndur er í okkar huga ekki til þess fallið að stytta jólamánuðinn fyrir börnin - nóg er nú stressið samt. Við leggjum áherslu á jólasöng og jólasögur við kertaljós, minnug þess að jólin eru hátíð ljóss og friðar. Að skapa stemmningu til að njóta - með áherslu á gleði og ánægju barnanna.Fastir liðir í leikskólanum til að skapa þessa jólastemmningu eru m.a:· piparkökubakstur síðustu viku í nóvember· skreytingadagur laugardaginn 30 nóvember þar sem að foreldrar, börn og starfsfólk skreyta piparkökur· jólaball 13. desember dansað og sungið kringum jólatré, jólasveinninn kemur í heimsókn og foreldrar eru velkomnir. Foreldrar athugið að tengsl eru á milli krakkasjóðs og jólasveins.· kirkjuferð fyrstu vikuna í desember þar sem spjallað er um jólin og sungið saman · kakóferð í síðustu viku fyrir jól, dansað og sungið kringum jólatréð á torginu, fá sér síðan kakó og smákökur í bænum.· elstu börn leikskólans syngja jólalög við ýmsar athafnirForeldrar athugið að leikskólinn er lokaður milli jóla og nýárs.Lokað er dagana 27. og 30.desember.StarfsmannabreytingarHulda Katrín á Selskál er hætt störfum hjá okkur og Stína á Skollaskál er að hætta í desember. Við þökkum þeim báðum fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.Nýir starfskraftarKatrín Freysdóttir er komin til starfa á Selskál í 100% starf.Líney hóf störf á Skollaskál eftir hádegi 1. nóv og kemur í stað Soffíu sem þarf að minnka við sig vinnu vegna veikinda. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn.Nemi úr K.ÍRósa Marý Þorsteinsdóttir nemi í leikskólaskor verður hér í vettvangsnámi frá 3. des til 23. jan 2003.Með kveðju Leikskólastjóri