IWG opna Freeride mótið - Múlakollu

Vetrarhátíð eða Iceland Winter Games hófst á Akureyri 24. mars sl. Um er að ræða vikulanga vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi. Í ár bætist Tröllaskaginn við og laugardaginn 2. apríl verður í fyrsta skipti haldið "Freeride"-mót sem fer fram í Múlakollu.

Iceland Winter Games kynnir með stolti nýjustu viðbót okkar í flóru keppnisgreina á IWG - Fyrsta Opna Freeride mótið á Íslandi !
Freeride mótið verður opið mót, bæði fyrir skíða- og snjóbrettafólk og er unnið í samstarfi við Arctic Freeride, Amazing Mountains, Björgunarsveitina Tindur á Ólafsfirði auk íslensku snjóbrettagoðsagnarinnar Danna Magg og Ole Kristian, en hann heldur nokkur af stærstu freeride mótum í Skandinavíu.

Þátttökugjaldið er 10.000 kr,- per mann og innifalið er ferð með Arctic Freeride og/eða Vélsleðaferð með Amazing Mountain, boð í IWG /Red Bull Opening party á Icelandair Hotel fimmtudaginn 31. mars o.fl.

Öryggiskröfur
Farið verður eftir reglum og standard WFT (World freeride tour) og gerðar öryggiskröfur í samræmi við það. Lágmarksöryggi þátttakenda er Hjálmur og Snjóflóðaýlir (hægt að leigja af björgunarsveit á 5.000 kr,- stk). Björgunarsveitin mun einnig gera úttekt á svæðinu hvað varðar snjóflóðahættu og vera á staðnum meðan mótið fer fram ef eitthvað skyldi koma uppá.

20 skráningar þarf til að þetta geti orðið, og ef þetta gengur... þá er það komið til að vera !

Skráning í Freeride mótið; info@icelandwintergames.com

Allar nánari upplýsingar á heimsíðu leikanna; http://www.icelandwintergames.com/