Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar - tilkynning

Mynd: Magnús A. Sveinsson
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Ráðstafanir vegna samkomubanns næstu vikur vegna Covid – 19 veirunnar.

Opnunartími verður eins og verið hefur í sundlaug og rækt, nema að lokað verður á milli kl. 13:00 – 15:00 alla virka daga vikunar vegna aukaþrifa.

Íþróttasalur verður lokaður í dag og á morgun á meðan unnið er að nýju skipulagi.

Gufubað og kalda karið verður lokað tímabundið.

Fjöldatakmarkanir verða með þeim hætti að aldrei verður fleiri en 20 einstaklingum heimilt að vera í klefum á sama tíma.

Við biðjum alla iðkendur að passa að allir hafi um 2 metra á milli sín á æfingum og reyna að deila ekki búnaði með öðrum.
Vinsamlegast sprittið öll áhöld og búnað fyrir og eftir æfingar

Við biðjum alla þá sem finna fyrir einkennum flensu eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga að vinsamlegast mæta ekki í Íþróttamiðstöðina. Verum skynsöm og sýnum varkárni og samábyrgð.