Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar lokað frá 31. október

Mynd: Magnús A. Sveinsson
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis, að herða sóttvarnaráðstafanir vegna Covid 19 faraldursins og taka þær gildi laugardaginn 31. október.

Íþróttamannvirki sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaugar, munu því loka frá og með 31. október og varir lokunin á meðan á samkomubanni stendur eða til og með 17. nóvember.