Íslenska fyrir útlendinga

Samið hefur verið við tungumálakennslufyrirtækið Margvís um umsjón með íslenskukennslu fyrir útlendinga í Ólafsfirði. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna eftir því sem eftirspurn leyfir. Language courses for foreigners in Ólafsfjörður Nauka języka islandzkiego dla cudzoziemców

Námskeið I - 40 stundir

Námskeiðið byggir mikið á talþjálfun og er grunnorðaforði kenndur með einföldum samtölum og verkefnum. Mikil áhersla er lögð á að auka sjálfsöryggi þátttakenda og hjálpa þeim af stað í að byrja að tala.

Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00-19:00

Námskeið II - 40 stundir

Gert er ráð fyrir grunnkunnáttu nemenda í íslensku á þessu námskeiði. Farið er í frekari orðaforða sem og málfræði kynnt lítillega. Lögð er áhersla á talmál og framburð.

Mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15-21:15

Hvert námskeið kostar 11.000

(stéttarfélög taka þátt í kostnaði fyrir sína félagsmenn).

Nánari upplýsingar og skráning í síma 466-4002 / 865-6675 (Guðrún).