Íslandsmót í boccia

Þann 18. apríl sl. var haldið Íslandamót í boccia fyrir eldri borgara. Fjögur lið með samtals 12 keppendur frá Fjallabyggð tóku þátt í mótinu. Mótið gekk mjög vel og stóðu keppendur sig mjög vel þó svo ekkert lið hafi náð á verðlaunapall að þessu sinni. Annars heppnaðist ferðin mjög vel. Farið var út að borða, spilað á spil og mikið hlegið og komu allir heim með bros á vör. Næsta Íslandsmót verður haldið á Akranesi en næsta stórmót í boccia sem þessi sömu þátttakendur munu fara á er Landsmót 50+ sem haldið verður á Bönduósi í júní.

Meðfylgjandi myndir tók Sveinn Þorsteinsson

Frá Íslandsmóti í boccia

Frá Íslandsmóti í boccia

Frá Íslandsmóti í boccia

Frá Íslandsmóti í boccia

Frá Íslandsmóti í boccia

Fleiri myndir hér.