Íris leysir Arnar Frey af.

Íris Stefánsdóttir
Íris Stefánsdóttir

Íris Stefánsdóttir hefur verið ráðin sem tæknifulltrúi hjá Fjallabyggð og mun hún leysa Arnar Frey Þrastarson af næstu 12 mánuði í námsleyfi hans.

Íris útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 2010 og lauk BS í umhverfisskipulagi árið 2012 frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Síðastliðið vor lauk hún svo mastersnámi í skipulagsfræðum við sama skóla. Íris flutti frá Siglufirði til Mosfellsbæjar 1998 og hefur búið þar síðan. Hún á ættir að rekja til Siglufjaðar hafa tengslin við bæinn alltaf verið sterk og hefur hún komið hingað reglulega í heimsókn til ömmu og afa á Fossveginum. Íris er í sambúð með Guðmanni Sveinssyni og saman eiga þau Dag Nóa, 4 ára. 
 
Fjallabyggð býður Írisi velkomna til starfa.