Innritunar- og skráningarreglur Leikskóla Fjallabyggðar

Leikskálar Siglufirði
Leikskálar Siglufirði

Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Í gær, þriðjudaginn 5. janúar voru reglurnar settar inn á heimasíðu Fjallabyggðar og vakin athygli á því sem frétt inn á heimasíðunni.

Svo virðist sem ein setning sem var í fyrri reglum hafi dottið út við endurskoðun reglanna sl. haust sem er: "Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla".

Samkvæmt reglunum er boðið upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Falli það að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla, þá hefur yngri börnum verið veitt leikskóladvöl og stóð aldrei til að breyta því.

Á fundi bæjarráðs í gær, 5. janúar voru reglurnar til umfjöllunar og var eftirfarandi bókað:
"Bæjarráð telur rétt að árétta þá undanþágu í innritunarreglum og samþykkir að leggja til eftirfarandi viðbót við innritunarreglur: Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla".

Þannig er framkvæmdin sú sama og verið hefur frá árinu 2007 en fyrirhugað er að endurskoða innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar að nýju næsta haust.

Reglurnar má nálgast hér.