Inn er helgi hringd

Út er kominn geisladiskurinn Inn er helgi hringd. Á disknum eru 18 jóla- og nýárssálmar. Jón Þorsteinsson, tenór syngur við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar, organista Akureyrarkirkju. Diskurinn er gjöf Jóns til Ólafsfjarðarkirkju í tilefni 100 ára afmælis hennar. Diskurinn kostar 3.000,- og hægt er að panta eintök á netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is Einnig er diskurinn til sölu í Kirkjuhúsinu á Laugavegi í Reykjavík.